Þjónusta

  • HRA Audio

    HRA býr yfir áratuga reynslu af hljóðstjórn og hljóðvinnslu í beinum útsendingum fyrir sjónvarp, útvarp og streymi. Hvort sem verið er að senda út íþróttaviðburð, spjallþátt, tónlistarviðburð eða einkaviðburð sér HRA til þess að hljóðið sé alltaf í fullkomnu lagi.

  • HRA Studio

    HRA hefur upp á að bjóða fullbúið hljóðver í hjarta Kópavogs. Fullkomið fyrir minni verkefni, svo sem hljóðbókalestur eða hljóðsetningarverkefni en einnig möguleiki á allt að 24 rása upptöku á tónlist.

  • HRA Post

    HRA hefur komið að vinnslu fjölda sjónvarps- og útvarpsþátta. Hægt er að fá hljóðsetningu og vinnslu á styttri myndbrotum, lengri þáttum eða kvikmyndum, hljóðblöndun á tónlist og hljómjöfnun til útgáfu eða útsendingar.

Um HRA

Hrafnkell Sigurðsson stofnaði HRA Audio ehf. árið 2020.

Eftir að hafa unnið við Þjóðleikhúsið í nokkra mánuði árið 2007 fór hann til Vínarborgar og lauk þar B.A. (Hons) prófi í hljóðvinnslu frá SAE Institute árið 2011. Að námi loknu hóf hann störf á RÚV og starfaði þar í 8 ár og kom að óteljandi sjónvarps- og útvarpsútsendingum, vinnslu og útsendingum frétta, Söngvakeppni Sjónvarpsins, landsleikjum Íslands í öllum keppnum, barnaefni, spurningaþáttum, spjallþáttum, söfnunarþáttum, kosningavökum, tónleikaupptökum og útsendingum frá tónleikum Sinfóníuhljómsveit Íslands og svo mætti lengi telja.

Frá 2020 hefur hann unnið sjálfstætt í sjónvarpsgeiranum undir merkjum HRA Audio og nýtt reynslu sína og þekkingu við störf fyrir helstu framleiðslufyrirtæki landsins, svo sem Kukl, Sýn, RÚV, Sjónvarp Símans, Morgunblaðið og fleiri.

Hafðu samband

Ekki hika við að hafa samband!

Hægt er að senda tölvupóst eða slá á þráðinn.

Einnig er hægt að fylla út dálkinn hér að neðan.

hrafnkells@gmail.com
+354 844 8358